Föstudaginn 2. desember fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Guðrún Ingólfsdóttir doktorsritgerð sína í íslenskum bókmenntum ,,Í hverri bók er mannsandi". Handritasyrpur - bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld. Andmælendur eru Matthew James Driscoll, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn og Marianne E Kalinke, prófessor emerítus. Aðalleiðbeinandi var Bergljót Soffía Kristjánsdóttir prófessor og í dómnefnd sátu Sverrir Tómasson rannsóknarprófessor og Davíð Erlingsson prófessor emerítus. Dagný Kristjánsdóttir, forseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni sem fram fer í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbygginu og hefst kl. 13:00.