Skip to main content

Fréttir

Guðrún Ása Grímsdóttir og Ættartölusafnrit sr. Þórðar Jónssonar meðal tilnefninga til viðurkenningar Hagþenkis

Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarprófessor á stofnuninni er tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir Ættartölusafnrit sr. Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II. Hér er um að ræða stórmerka frumheimild fyrir íslenskar ættfræðirannsóknir. Ættartölusafnritið er samtíðarheimild um ættir, afkomendur og búsetu fjölda Íslendinga á fyrri hluta 17. aldar. Af því spruttu yngri gerðir auknar efni um nýjar kynslóðir og frá þessum ritum er runnin ómæld þekking í prentuð ættfræðirit á nútíma.