Skip to main content

Fréttir

Gripla XX á vef: „Nordic Civilisation in the Medieval World"


Gripla XX er nú aðgengileg á vef. Greinar í heftinu eru byggðar á fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni „Nordic Civilisation in the Medieval World" sem haldin var í Skálholti 5.–9. september 2007. Fyrirlesarar voru tuttugu og fimm talsins frá átta löndum, mannfræðingar, fornleifafræðingar, bókmenntafræðingar, heimspekingar og rúnafræðingar. Ritstjóri þessa heftis Griplu er Vésteinn Ólason.

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári. Það er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Greinar í Griplu eru að jafnaði á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku. 

Aðgangur er að Griplu I-VII á www.timarit.is og að Griplu XV-XX á vef stofnunarinnar: www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_timarit_gripla

.