Gripla XX er nú aðgengileg á vef. Greinar í heftinu eru byggðar á fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni „Nordic Civilisation in the Medieval World" sem haldin var í Skálholti 5.–9. september 2007. Fyrirlesarar voru tuttugu og fimm talsins frá átta löndum, mannfræðingar, fornleifafræðingar, bókmenntafræðingar, heimspekingar og rúnafræðingar. Ritstjóri þessa heftis Griplu er Vésteinn Ólason.
- Gripla XX (pdf, 6.163 k)
Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári. Það er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Greinar í Griplu eru að jafnaði á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku.
Aðgangur er að Griplu I-VII á www.timarit.is og að Griplu XV-XX á vef stofnunarinnar: www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_timarit_gripla
.