Gripla XX sem gefin er út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er komin út og er þetta 74. ritið í ritröð stofnunarinnar Rit Árnastofnunar.
Greinar í þessu hefti Griplu eru allar á ensku og byggðar á fyrirlestrum sem fluttir voru á rástefnunni „Nordic Civilisation in the Medieval World" sem haldin var í Skálholti, 5.–9. September 2007. Fyrirlesarar voru tuttugu og fimm talsins frá átta löndum, mannfræðingar, fornleifafræðingar, bókmenntafræðingar, heimspekingar og rúnafræðingar. Höfundar greina eru: Jóhann Páll Árnason, Sverre Bagge, Gunnar Karlsson, Richard Gaskins, Kirsten Hastrup, Przemyslaw Urbanczyk, Margaret Clunies Ross, Rudolf Simek, Torfi H. Tulinius, Vilhjálmur Árnason, Svavar Hrafn Svavarsson og Joseph Harris.
Ritstjóri er Vésteinn Ólason.
Verð: 4.600 kr.