Gripla XVIII (2007) sem gefin er út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er komin út, fjölbreytt að vanda.
- Vésteinn Ólason skrifar greinina, The Fantastic Element in Fourteenth Century Íslendinga-sögur,
- Ólafur Halldórsson gefur út texta ævintýris sem varðveist hefur í handritsbrotinu AM 240 fol XV,
- Robin Waugh ritar um sagnaklif og skáldskap í greininni, Antiquarianism, Poetry and Word of Mouth Fame in the Icelandic Family Sagas,
- Guðvarður Már Gunnlaugsson á hér greinina, AM 561 4to og Ljósvetninga saga,
- Sigurjón Páll Ísaksson fjallar um þýðingar Gísla Brynjólfssonar úr fornensku og birtir þýðingu hans á hómilíu á hinn þriðja sunnudag í föstu.
- Einar G. Pétursson skrifar um Akrabók, handrit sem nýlega komst í eigu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Birtar eru andmælaræður Einars Sigurbjörnssonar og Jürgs Glauser við doktorsvörn Margrétar Eggertsdóttur og svör hennar.
- Loks eru birt tvö bréf frá Helga biskupi Thordarsen til Gísla Brynjólfssonar en Aðalgeir Kristjánsson bjó þau til prentunar.
Ritstjórar Griplu: eru Gísli Sigurðsson, Margrét Eggertsdóttir og Sverrir Tómasson.
206 bls. ISBN: 978-9979-819-98-1
Leiðbeinandi verð: 4.600,- Háskólaútgáfan annaðist prentþjónustu og dreifir ritinu.