Skip to main content

Fréttir

Gripla: Auglýst eftir efni

Kæru félagar,

auglýst er eftir greinum í 23. hefti Griplu 2012. Skilafrestur handrita til ritstjóra Gísla Sigurðssonar (gislisi@hi.is) er 1. apríl nk.

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári. Það er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og ritgerðir og stuttar fræðilegar athugasemdir. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku. Greinum og útgáfum (öðrum en stuttum athugasemdum o.þ.h.) skal fylgja stuttur útdráttur á ensku. Hverju bindi Griplu fylgir handritaskrá. Gripla er skráð og efnistekin í alþjóðlegan gagnagrunn vísindatímarita Elsevier. Greinar í Griplu eru metnar til 15 stiga í matskerfi opinberra háskóla á Íslandi.

Nánari upplýsingar má finna á:

www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_timarit_gripla