Skip to main content

Fréttir

Gripla - áskriftartilboð

Stofnunin býður nýjum áskrifendum að Griplu árgjaldið á 3.200 krónur sem er um 30% afsláttur frá verði ritsins í lausasölu, tilboðið gildir til 1. febrúar 2012. Nýjasta heftið, Gripla XXII, er aðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar sem pdf skjal meðan á tilboðinu stendur:

 

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári. Það er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og ritgerðir og stuttar fræðilegar athugasemdir. Greinar eru skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku. Greinum og útgáfum (öðrum en stuttum athugasemdum o.þ.h.) fylgir stuttur útdráttur á öðru máli. Hverju bindi Griplu fylgir handritaskrá.

Á heimasíðunni eru upplýsingar um alla árganga Griplu og aðgangur að greinum sem birtust í Griplu XV - XIX: