Greppaminni er komið út. Í ritinu eru yfir þrjátíu greinar eftir jafnmarga höfunda skrifaðar til heiðurs Vésteini Ólasyni sjötugum. Vésteinn Ólason á að baki langan og farsælan feril sem fræðimaður, háskólakennari, útgefandi og forstöðumaður en Vésteinn lét af störfum sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í lok febrúar á þessu ári. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag.