Danski sagnfræðingurinn Anders Ellegaard er afar hrifinn af bókinni 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar sem kom út á dönsku á liðnu ári hjá Museum Tusculanums
Forlag, í ritstjórn Matthew Driscoll og Svanhildar Óskarsdóttur. Ellegaard tekur upp orð af titilsíðu Kvæðabókar úr Vigur — en hún er einmitt eitt þeirra handrita sem fjallað er um í bókinni — og heimfærir upp á 66 handrit: „Ein afbragðsfróðleg, lystug, ágæt, skemmtileg, nytsöm og eftirtektarrík bók margs fróðlegs og fallegs lærdóms og þægilegra eftirdæma.“ Hann hvetur lesendur til að lesa sjálfir hinn skemmtilega og upplýsandi inngang Svanhildar og klykkir út með því að segja bókina sérlega fallega útlits – gullstafirnir á kápunni passi innihaldinu, því bókin sé gulls ígildi.
Umfjöllun Ellegaards má lesa hér í heild sinni.