Skip to main content

Fréttir

Góð gjöf

Örnefnasafn. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Guðlaug Freyja Löve og Sigurður Þ. Guðmundsson færðu stofnuninni að gjöf Vísnabók Guðbrands 2. útgáfu 1748. Guðrún Ingólfsdóttir færði stofnuninni bókina fyrir hönd þeirra á föstudaginn.

Su Gamla Vijsna-Book : Epter hiñe Fyrre, aldeilis rett løgud, med enum sømu Vijsum, Kvædum, Psalmum, Lof-Saungvum og Rijmum : Ur H. Ritningu : Fyrer utañ þad hun er nu lijted aukiñ med faaeinum Kvedlingum Saal. Sr. Hallgrijms Peturssonar : Aptur ad Nyu uppløgd, Almwga Folke til Gagns og Gooda, aasamt þeim ødrum sem slijkar Vijsur elska vilia og ydka, Gude Almaattugum til Lofs og Dyrdar, Eñ sier og ødrum til Gagns og Skiemtunar. Hoolum i Hialltadal, M.DCC.XLVIII [1748].

Samkvæmt Gegni eru 15 eintök þessarar útgáfu á bókasöfnum hér á landi og á Árnastofnun nú þar af tvö eintök. 1. útgáfa Vísnabókarinnar kom út árið 1612 og er aðeins eitt eintak skráð í Gegni og er á Landsbókasafni.

 

Vísnabók Guðbrands 2. útgáfu 1748.