Skip to main content

Fréttir

Gleði og fræðsla í Gunnarshúsi

Bókagleði Árnastofnunar fór fram að kvöldlagi miðvikudaginn 13. desember.

Mannsöfnuður hlýddi á útgefendur og höfunda fjalla um efni og umgjörð útgáfubóka ársins.

Þar voru kynntar þær bækur sem komið hafa út hjá stofnuninni á árinu og einnig rit sem núverandi og fyrrverandi starfsmenn eru að senda frá sér:

 

Fjölnisstafsetningin í samantekt Gunnlaugs Ingólfssonar.

Málheimar eftir Ara Pál Kristinsson.

Frelsi, menning, framför efir Úlfar Bragason.

Pipraðir páfuglar eftir Sverri Tómasson

og Katrínar saga í útgáfu Bjarna Ólafssonar og Þorbjargar Helgadóttur.

 

Guðrún Nordal hélt utan um stundina en gestir komu víða að og sameinuðust við arineld undir bókaspjalli á þungum og léttari nótum.

Gunnlaugur Ingólfsson og Guðrún Kvaran ræða um Fjölnisstafsetninguna.
Ari Páll Kristinsson segir frá riti sínu Málheimum.
Úlfar Bragason og Egill Arnarson ræða um bókina Frelsi, menning, framför.
Sverrir Tómasson segir frá bók sinni Pipraðir páfuglar.
Guðvarður Már Gunnlaugsson og Bjarni Ólafsson ræða um Katrínar sögu sem sá síðarnefndi gaf út í félagi við Þorbjörgu Helgadóttur.