Bókagleði Árnastofnunar fór fram að kvöldlagi miðvikudaginn 13. desember.
Þar voru kynntar þær bækur sem komið hafa út hjá stofnuninni á árinu og einnig rit sem núverandi og fyrrverandi starfsmenn eru að senda frá sér:
Fjölnisstafsetningin í samantekt Gunnlaugs Ingólfssonar.
Málheimar eftir Ara Pál Kristinsson.
Frelsi, menning, framför efir Úlfar Bragason.
Pipraðir páfuglar eftir Sverri Tómasson
og Katrínar saga í útgáfu Bjarna Ólafssonar og Þorbjargar Helgadóttur.
Guðrún Nordal hélt utan um stundina en gestir komu víða að og sameinuðust við arineld undir bókaspjalli á þungum og léttari nótum.