Skip to main content

Fréttir

Gerpla og Fóstbræðra saga í Borgarfirði

Úlfar Bragason.

 

Veturinn 2013-2014 bjóða Snorrastofa í Reykholti, Landnámssetur Íslands í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi til námskeiðs um tengsl Gerplu eftir Halldór Laxness og Íslendingasögunnar stórskemmtilegu, Fóstbræðrasögu, um þá fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóð Kolbrúnarskáld. Athugið að námskeiðið fer fram annars vegar í Snorrastofu í Reykholti og hins vegar í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

Kennslan verður í höndum fræðimanna, sem kryfja og varpa ljósi á sögurnar, hver frá sínu sjónarhorni. Úlfar Bragason rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum leiðbeinir á námskeiðinu 3. mars.

Dagskrá námskeiðsins:

7. október, mánudagskvöld kl. 20-22

  • Landnámssetur í Borgarnesi
  • Leiðbeinandi Helga Kress 
  • Efni: ,,Sagði hann það vera svívirðing síns krafts að hokra að konum": Paródían í Fóstbræðraögu og Gerplu með sérstöku tilliti til karl- og kvenlýsinga.

4. nóvember, mánudagskvöld kl. 20-22

  • Snorrastofa í Reykholti
  • Leiðbeinandi Haukur Ingvarsson

13. janúar, mánudagskvöld kl. 20-22

  • Landnámssetur í Borgarnesi
  • Leiðbeinandi Guðmundur Andri Thorsson

3. febrúar, mánudagskvöld kl. 20-22

  • Snorrastofa í Reykholti
  • Leiðbeinandi Bergljót S. Kristjánsdóttir

3. mars, mánudagskvöld kl. 20-22

  • Landnámssetur í Borgarnesi
  • Leiðbeinandi Úlfar Bragason

7. apríl, mánudagskvöld kl. 20-22

  • Snorrastofa í Reykholti
  • Leiðbeinandi Halldór Guðmundsson