Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Garðrækt á átjándu og nítjándu öld í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 21. apríl 2012. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30.
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Áherzluþættir í fræðsluritum um garðrækt á Íslandi 1765–1900
Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
„Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?“
– Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur
KAFFIHLÉ
Urtagarður í Nesi. Ræktun lækningajurta í lok 18. aldar
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, sagnfræðingur, safnstjóri Lækningaminjasafns Íslands
Gulrófnarækt á nítjándu öld
Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu
Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.
Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/