Skip to main content

Fréttir

Fyrsti samningur sem skrifað er undir í Eddu

Maður og kona sitja við borð með samning fyrir framan sig. Þau takast í hendur og brosa að myndavélinni.
Samningur undirritaður.
Ingibjörg Þórisdóttir

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Náttúruminjasafn Íslands hafa skrifað undir samkomulag með það að markmiði að stuðla að samstarfi og samlegð á sviði rannsókna og miðlunar á náttúru- og menningararfi Íslands. Öðrum þræði er efnt til þessa samstarfs í því augnamiði að brjóta niður múra milli fræðasviða og skapa deiglu nýsköpunar.  

Samningurinn á meðal annars að hvetja fræðimenn og nema beggja stofnana til samstarfs um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum. 

Á myndinni má sjá Hilmar J. Malmquist, forstöðumann Náttúruminjasafns Íslands, og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar.