Skip to main content

Fréttir

Fyrsti fundur stjórnar nýstofnaðs vinafélags Árnastofnunar

Stjórn Vinafélags Árnastofnunar í apríl 2016. Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Á stofnfundi nýs vinafélags, sem ber nafnið Vinir Árnastofnunar, var kjörin sjö manna stjórn fyrir félagið. Sú stjórn hittist í dag og hafði fyrsta fund á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Stjórnina skipa: Kristján Kristjánsson, Marteinn Breki Helgason, Nanna Rögnvaldardóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn og Sigurður Svavarsson sem jafnframt er formaður. 

Á fundinum var rætt um þau brýnu verkefni sem vinna þarf að á næstu misserum og snerta viðhald handrita, húsnæðismál, miðlun íslenskrar tungu og sívaxandi áhuga ferðamanna á að fá að sjá íslensk miðaldahandrit. Vinafélagið er sjálfstætt félag með eigin heimasíðu: vinirarnastofnunar.is. Hægt er að gerast félagi á heimasíðu félagsins.