Íslensk málstefna á öllum sviðum
Fyrirlestraröð Íslenskrar málnefndar
Íslensk málnefnd vinnur nú að því að semja drög að íslenskri málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið. Þetta er í fyrsta sinn sem með formlegum hætti er mótuð slík stefna hér á landi. Málnefndin hefur unnið að þessu verkefni í eitt ár og kynnti fyrstu skrefin á árlegu málræktarþingi sínu í nóvember sl. Nefndin vill vanda sem best til verksins og ná sem mestri samstöðu um málstefnuna áður en hún verður kynnt opinberlega síðar á þessu ári. Til þess að svo megi verða hyggst hún boða til raðar af ellefu stuttum málþingum. Markmiðið með málþingunum er að efna til umræðu um mismunandi svið málstefnunnar og kalla fram sjónarmið hlutaðeigandi hópa:
- Lagaleg staða íslenskunnar. (25. janúar)
- Móðurmálskennsla. Í samvinnu við Samtök móðurmálskennara. (1. febrúar)
- Íslenska í vísindum og fræðum. Í samvinnu við Vísindafélag Íslendinga. (15. febrúar)
- Tungutækni. Í samvinnu við Tungutæknisetur. (7. mars)
- Íslenska í listum. Í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands og Bandalag íslenskra listamanna. (14. mars)
- Íslenska sem annað mál á Íslandi. Í samvinnu við Alþjóðahúsið. (28. mars)
- Íslenska í fjölmiðlum. Í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands. (4. apríl)
- Íslenska í háskólum. Í samvinnu við Háskólann á Akureyri. (11. apríl á Akureyri)
- Íslenska erlendis. Í samvinnu við Bókmenntasjóð og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. (18. apríl)
- Íslenska í þýðingum. Í samvinnu við Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands. (9. maí)
- Íslenska í viðskiptalífinu. Í samvinnu við Viðskiptaráð, Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. (23. september)