Skip to main content

Fréttir

Fréttabréf 6/2013

Bragi Valdimar Skúlason og Margrét Eggertsdóttir. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Bragi Valdimar Skúlason, textasmiður og fóstra Kvæðabókar úr Vigur, pappírshandrits frá 17. öld, opnar sýningu í Vigur í Ísafjarðardjúpi þriðjudaginn 25. júní kl. 15. Við það tækifæri afhendir hann heimamönnum nákvæma eftirgerð af handritinu við hátíðlega athöfn þar sem handritið verður kynnt. Lesa má um sýninguna í nýútkomnu fréttabréfi stofnunarinnar. Þar eru einnig birtar upplýsingar um alþjóðlegu ráðstefnuna Heimur handritanna sem haldin verður í Reykjavík í haust, málþing um tungumál og alþjóðavæðingu í háskólastarfi og styrki til handritarannsókna í Kaupmannahöfn. Litið er inn á handritasýningu Árnastofnunar og inn á hátíð í Bergen þegar norskur hluti ISLEX-veforðabókarinnar var opnaður. Pistlar um handrit mánaðarins, Eddukvæði og fræði, og örnefni mánaðarins, Hrifla, eru á sínum stað.

Stofnunin gefur út rafrænt fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar, nýjar útgáfur, fyrirlestra, rannsóknarverkefni, viðburði og fleira. Sjötta tölublað ársins 2013 hefur verið sent þeim sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni. Aðrir geta lesið fréttirnar hér á vefnum. Einnig geta menn gerst áskrifendur og fengið fréttabréfið mánaðarlega í tölvupósti.