Skip to main content

Fréttir

Fréttabréf 5/2013

Charlotte Bøving og Gísli Sigurðsson. Mynd/Aðalheiður Guðmundsdóttir.

 

Nú heldur hringekjan áfram með handrit um landið. Charlotte Bøving leikari opnar sýningu á Eyrarbakka á föstudaginn. Um hana og aðrar sýningar í maí má lesa í nýútkomnu fréttabréfi stofnunarinnar. Þar er einnig sagt frá útgáfu Orðs og tungu og Íðorðarita, rannsóknarverkefni sem hlaut 240.000 evra styrk, brauðfótum, Snæfoksstöðum, þverhandarþykkri rímnabók og auglýst er eftir kennara í Kína.

Stofnunin gefur út rafrænt fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar, nýjar útgáfur, fyrirlestra, rannsóknarverkefni, viðburði og fleira. Fimmta tölublað ársins 2013 hefur verið sent þeim sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni. Aðrir geta lesið fréttirnar hér á vefnum. Einnig geta menn gerst áskrifendur og fengið fréttabréfið mánaðarlega í tölvupósti.