Skip to main content

Fréttir

Fóstrur handritsins Physiologus lýstu upplifun sinni

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og Hugleikur Dagsson myndasöguhöfundur opnuðu örsýningu handrita í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 12. maí. Við opnunina lýstu þeir upplifun sinni við að fóstra handritið Physiologus, blöð úr skinnbók frá um 1200 og færðu heimamönnum nákvæma eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar að handritinu. Svanhildur Óskarsdóttir handritafræðingur kynnti handritið sem menn geta nú skoðað og fræðst um á sýningunni á Dalvík. Hönnuðir eru Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og Sigrún Sigvaldadóttir grafískur hönnuður. Sýningin er styrkt af Menningarráði Eyþings.

Upplýsingar um sex örsýningar, opnunardag sýninganna, handrit og fóstrur þeirra í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar

 

Ragnar Stefánsson og Hugleikur Dagsson lýsa upplifun sinni við opnun örsýningar handrita í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 12. maí 2013. Mynd / Margrét Víkingsdóttir.

 

Svanhildur Óskarsdóttir handritafræðingur við opnun örsýningar handrita í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 12. maí 2013. Mynd / Margrét Víkingsdóttir.

 

Við opnun örsýningar handrita í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 12. maí 2013. Mynd / Margrét Víkingsdóttir.