Skip to main content

Fréttir

Forvörður greinir frá ævintýralegu verkefni

Mynd: Sigurður Stefán Jónsson

John Gillis, forvörður við bókasafn Trinity College í Dyflinni, hélt fyrirlestur fyrir fullum sal áhugasamra áheyrenda í Norræna húsinu á afmælisdegi Árna Magnússonar 13. nóvember 2019.

Erindið fjallaði um einn ótrúlegasta handritafund seinni tíma. Saltari frá áttundu öld fannst í mýri í Tipperary á Írlandi árið 2006 þegar starfsmaður á stórvirkri vinnuvél tók eftir því að eitthvað óvenjulegt hafði lent í skóflunni hjá honum. Útlit handritsins minnti helst á lasanja en við nánari athugun reyndist það innihalda Davíðssálma ritaða á kálfskinn, innbundna í kápu með hnöppum. Það tók John Gillis og samstarfsfólk hans mörg ár að átta sig á því hvernig handritið var sett saman í upphafi og í kjölfarið kom margt forvitnilegt í ljós um efni þess og notkun og ekki síst tengsl handritsins við önnur handrit og menningarsvæði.

Hér má lesa meira um verkefnið.

Hér má sjá myndband tengt efninu.