Fjórir sóttu um stöðu forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Umsóknarfrestur rann út 31. september 2008. Menntamálaráðherra skipar forstöðumann til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga um stofnunina. Gert er ráð fyrir að forstöðumaður taki til starfa 1. mars 2009.
Þessir sóttu um starf forstöðumanns:
- Gísli Sigurðsson
- Guðrún Nordal
- Kristján Árnason
- Úlfar Bragason