Skip to main content

Fréttir

Fjöruskeljar – Afmælisrit Jónínu Hafsteinsdóttur

Afmælisrit Jónínu Hafsteinsdóttur, Fjöruskeljar, er komið út.

Í tilefni af sjötugsafmæli Jónínu Hafsteinsdóttur 29. mars 2011 ákvað Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að gefa út afmælisrit henni til heiðurs. Með því er stofnunin að þakka Jónínu afar farsælt starf í þágu íslenskra örnefna um langt árabil. Ritið hlaut nafnið Fjöruskeljar.

Í Fjöruskeljum eru birtar yfir 20 greinar sem allar fjalla á einn eða annan hátt um örnefni. Höfundar eru allir kunnáttumenn í faginu, hver á sínu sviði. Fjallað er um örnefni frá sjónarhóli málfræði, fornleifafræði, þjóðfræði, jarðfræði og fleiri greina auk þess sem birtar eru örnefnaskrár og frásagnir um örnefni víða um land.

Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta og kostar 5.200 kr.