Fyrirlestur til heiðurs Árna Magnússyni á afmælisdegi hans var fluttur í þriðja sinn 13. nóvember síðastliðinn á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Johan Peter Gumbert, prófessor emeritus við Háskólann í Leiden, flutti erindi sem hann nefndi: „In praise of some Grand Old Men. Some important figures in the fields of palaeography and codicology of the 19th and 20th century.“
Þar rifjaði hann upp kenningar merkra handritafræðinga sem margir eru nú gleymdir en mótuðu handritafræðina sem fræðigrein og höfðu áhrif á síðari tíma fræðimenn á borð við hann sjálfan.
Meðal annars fjallaði hann um Friedrich Adolf Ebert (1791–1834, Leipzig), Henry Bradshaw (1831–1886, Cambridge), Edward Kennard Rand (1871–1945, Harvard), Edward Johnston (1872-1944) og Jean Mallon (1904–1982).
Gumbert er fæddur árið 1936. Í för með honum var eiginkona hans, Marijke Hepp. Fyrirlesturinn var haldinn fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og var aðsókn mjög góð líkt og meðfylgjandi myndir sýna. Stofnunin bauð upp á léttar veitingar að fyrirlestri loknum.