Skip to main content

Fréttir

Fjárveiting til að þróa ISLEX

ÍSLEX veforðabókin hefur hlotið 10 milljónir af fjárlögum til áframhaldandi þróunar verkefnisins á Íslandi. Stofnuninni er þröngur stakkur búinn eftir niðurskurð síðustu ára og því var mikilvægt að stofnunin héldi þessari fjárveitingu til þess að að geta staðið vörð um og aukið enn verðmæti þeirrar fjárfestingar sem þegar liggur í ISLEX. Borist hefur beiðni frá Finnlandi um að finnska tengdist grunninum auk þess sem áhugi er fyrir því að bæta málum utan Norðurlanda við.

 

Í ÍSLEX-orðabókinni eru um 50.000 orð með þýðingum á íslensku, sænsku, nýnorsku, bókmáli og dönsku. Einnig eru þar fjölmargar myndir auk hreyfimynda.

Verkefnisstjóri ISLEX er Halldóra Jónsdóttir og ritstjóri íslenska hlutans er Þórdís Úlfarsdóttir.

ISLEX.hi.is  -  ISLEX.se  - ISLEX.no  - ISLEX.dk