Forseti Finnlands Sauli Niinistö og kona hans Jenni Haukio heimsóttu handritasýninguna í gær ásamt sendinefnd. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fylgdi þeim um sýninguna. Sauli tók við embætti forseta Finnlands í fyrra og kemur nú í fyrsta sinn í opinbera heimsókn til Íslands en á vef NORDEN segir að Sauli leggi áherslu á norrænt samstarf. Forsetafrú Finnlands er ljóðskáld og virkur þátttakandi í bókmenntalífi Finnlands segir í frétt frá forsetaembættinu.