Skip to main content

Fréttir

Fimmtán nemendur styrktir til íslenskunáms

Fimmtán nemendur í íslensku hlutu styrki mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands háskólaárið 2016–2017. Nemendurnir koma víðs vegar að og hafa öll lagt stund á íslensku með einum eða öðrum hætti. Sumir hafa lært íslensku við háskólastofnanir sem íslenska ríkið styður við erlendis á meðan aðrir hafa stundað sjálfsnám á vefsvæðinu Icelandic Online: www.icelandiconline.is

Hópnum var boðið til móttöku á skrifstofu alþjóðasviðs í Þingholtsstræti 29 fyrr í þessum mánuði og var meðfylgjandi mynd tekin við það tilefni. Óvenjumargir nýnemar eru í hópnum að þessu sinni, eða 10 talsins. Nemendurnir koma frá níu löndum, flestir frá Evrópu en einnig nokkrir frá Norður-Ameríku, Kína og Rússlandi. Þeir eru:

Arléne Lucianaz – Ítalía
Francesco Colombo – Ítalía
Giedre Razgute – Litáen
Julie Rose Summers – Bandaríkin
Juliette Coirier – Frakkland
Kelsey Hopkins – Bandaríkin
Lena Braun – Þýskaland
Madita Verena Knöpfle – Þýskaland
Megan Alyssa Matich – Bandaríkin
Nikola Machackova – Tékkland
Piergiorgio Consagra – Ítalía
Vanja Versic – Króatía
Victoria Bakshina – Rússland
Xinyu Zhang – Kína
Yunran Zhu – Kína

Styrkþegar mennta- og menningarmálaráðuneytis 2016-2017.