Nordplus styrkir vefnámskeiðið Icelandic Online um 30.000 evrur eða tæpar fimm milljónir króna. Styrkurinn verður nýttur til að vinna Icelandic Online 5 og 6.
Icelandic Online er samfellt námskeið sem byggist á myndrænu og gagnvirku námsefni. Skráðir notendur eru um 70.000. Aðgangur er ókeypis.
Að verkefninu standa Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, íslenskuskor hugvísindadeildar Háskólans, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.