Skip to main content

Fréttir

Fimm milljóna styrkur til Icelandic Online

Nordplus styrkir vefnámskeiðið Icelandic Online um 30.000 evrur eða tæpar fimm milljónir króna. Styrkurinn verður nýttur til að vinna Icelandic Online 5 og 6.

Icelandic Online er samfellt námskeið sem byggist á myndrænu og gagnvirku námsefni. Skráðir notendur eru um 70.000. Aðgangur er ókeypis.

Að verkefninu standa Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, íslenskuskor hugvísindadeildar Háskólans, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.