Í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar stóð Nordisk forskningsinstitut við Kaupmannahafnarháskóla fyrir málþingi um handritasafn Árna. Málþingið fór fram þann 22. nóvember 2013 sl. Þar voru fluttir fjórir fræðilegir fyrirlestrar sem ætlað var að sýna breiddina í þeim rannsóknum sem nú fara fram á stofnuninni í Höfn. Fyrirlesarar voru Britta Olrik Frederiksen, Matthew Driscoll, Annette Lassen og Alex Speed Kjeldsen en auk þess flutti Anne Mette Hansen sérstakan hátíðafyrirlestur sem nefndist Menningararfur Árna Magnússonar. Allir þessir fyrirlestrar eru nú aðgengilegir á heimasíðu stofnunarinnar.
http://nfi.ku.dk/publikationer/webpublikationer/arne-magnusson-350-aar/