Nokkrir nemendur sem leggja stund á samnorrænt meistaranám í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands (kennt á ensku) lögðu leið sína í Hörpu í maímánuði. Þar er nú verið að sýna leikrit sem byggir á fjórum tugum Íslendingasagna.
Sýningin er ekki löng þrátt fyrir mikinn efnivið og tekur aðeins 75 mínútur í flutningi.
Það eru þau Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson sem leika öll hlutverkin á ensku. Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri.
Þau Jensen Scheuer og Hannah Lois Lomas hafa hér skrifað um upplifun sína af þessari leikhúsferð en þau eru við nám í Háskóla Íslands.
Hér má finna heimasíðu sýningarinnar Icelandic Sagas - The Greatest Hits in 75 Minutes.