Nýlega kom út ritið „Nokkrar handlínur bróderaðar handa Kristínu Bjarnadóttur sextugri 9. janúar 2010“. Í ritinu eru tæplega þrjátíu stuttar og skemmtilegar greinar sem samstarfsfólk og félagar settu saman til heiðurs Kristínu.
Umsjón með útgáfunni höfðu Sigrún Helgadóttir, Ásta Svavarsdóttir og Jón Hilmar Jónsson.
Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Síðustu árin hafa þessi rit verið kennd við Menningar- og minningarsjóð Mette Magnussen, en eiginkona Árna Magnússonar hét Mette.