Skip to main content

Fréttir

Evrópskir málshættir

Út er komin bókin Provérbios Europeus : European Proverbs : Evrópskir málshættir eftir Rui Soares málsháttafræðing, Þórdísi Úlfarsdóttur orðabókarritstjóra og Ellert Þór Jóhannsson rannsóknarlektor. Bókin er nýjasta heftið í portúgalskri ritröð um evrópska málshætti þar sem teknir eru fyrir 111 algengir málshættir og þeir skráðir á portúgölsku, ensku og þriðja máli, sem að þessu sinni er íslenska. Málsháttunum fylgja útskýringar á merkingu þeirra á öllum þremur málunum. Að auki hefur bókin að geyma fjölmargar æfingar sem byggjast á málsháttum sem geta nýst við tungumálakennslu í portúgölsku og íslensku. Bókin er gefin út af Alþjóðlegu félagi um málsháttafræði eða Associação Internacional de Paremiologia / International Association of Paremiology (AIP-IAP). Hægt er að nálgast bókina með því að senda póst á félagið.