Skip to main content

Fréttir

Eru merkilegar heimildir í safninu þínu?

Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Landsnefnd Íslands um minni heimsins auglýsir eftir fyrstu tilnefningum til skráningar á landsskrá Íslands. Tilgangur UNESCO með verkefninu Minni heimsins (Memory of the World), ásamt samnefndri varðveisluskrá, er að vekja athygli á mikilvægum skráðum menningararfi heimsins með því að útnefna skráðar heimildir (documentary heritage) sem hafa sérstakt varðveislugildi.

Í landsskrá Íslands er lögð áhersla á þær heimildir sem eru mikilvægar fyrir allt landið. Handritasafn Árna Magnússonar í Reykjavík og Kaupmannahöfn og manntalið frá 1703 eru vegna mikilvægis í heimsskrá UNESCO um minni heimsins (Memory of the World Register) og einnig í landsskrá Íslands.

Nýjar tilnefningar sem hljóta skráningu í landsskrána gætu síðar orðið hvati að umsóknum um skráningar í heimsskrá UNESCO.

Sjá nánar hér (pdf-skjal, 104 kb)