Skip to main content

Fréttir

Emily Lethbridge situr fund UNGEGN fyrir hönd Íslands

Þriðji fundur UNGEGN (Samstarfshóps Sameinuðu þjóðanna um landafræðiheiti) stendur yfir þessa dagana (1.–5. maí) í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. UNGEGN er hluti af ECOSOC (Efnahags- og félagsmálaráðinu) en aðalmarkmið þess er að vinna að málum sem tengjast stöðlum, viðmiðum og notkun staðanafna á alþjóðlegum vettvangi. Að þessu sinni situr Emily Lethbridge, rannsóknardósent á nafnfræðisviði, fundinn fyrir hönd Íslands og einnig sem formaður Norden Division (deildar Norðurlanda). Á fundinum er meðal annars rætt um áskoranir og reynslu af söfnun, skráningu og notkun örnefna í ýmsum geirum. Emily mun meðal annars flytja erindi um örnefnanámskeið og viðhorf almennings til örnefna á Íslandi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu UNGEGN. Þá er einnig hægt að fylgjast með dagskránni í beinni.

Tvær konur standa við glugga með skýjakljúfa í baksýn
Emily Lethbridge og Allison Dollimore frá Permanent Committee on Geographical Names í Bretlandi.
Emily Lethbridge
Emily Lethbridge
Emily Lethbridge