Skip to main content

Fréttir

„Einu sinni átti ég gott“ fáanleg á ný

Ný vísnabók og tveir geisladiskar með gömlum vísum fyrir börn

Nú lítur dagsins ljós endurskoðuð útgáfa af Einu sinni átti ég gott. Hér er að finna allt frá bænum og fallegum vögguvísum til kveðskapar um Grýlu og hennar hyski ásamt öðrum barnafælum. Ekki er víst að sá kveðskapur hafi alltaf átt að hræða börnin til þess að vera góð, hann getur einnig vakið spennandi hrylling, sem krökkum þykir enn skemmtilegur. Og strákum og stelpum fyrri alda var, ekkert síður en nútímabörnum, dillað yfir ýmsum kveðlingum sem víkja að líkamlegum þörfum. Þannig vísur er hér einnig að finna en inn á milli eru síðan sungnar eða mæltar fram sérkennilegar þulur, skemmtilegir kveðlingar og stuttar sögur sem hægt er að hafa gaman af, auk vísna sem notaðar hafa verið til að kenna börnum og leika við þau. 

Úr umfjöllun um 1. útg.:

  • Einu sinni átti ég gott á að vera til og notast á öllum leikskólum landsins og í yngri bekkjum grunnskóla ...“ (Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið, 11. des. 2006)
  • „ ... efni til að byggja á, spinna úr og leika með á leikskólum og listahátíðum komandi ára.“ (Bergþóra Jónsdóttir. Lesbók Mbl. 23. des. 2006)
  • „ ... ein áhugaverðasta, skemmtilegasta og fallegasta bók ársins.“ (Kolbrún Bergþórsdóttir. Blaðið, 9. jan. 2007)

Umsjón með útgáfu: Rósa Þorsteinsdóttir. Teikningar: Halldór Baldursson. Hönnun og umbrot: Hunang –Sigrún Sigvaldadóttir. Hljóðvinnsla: Stemma – Sigurður Rúnar Jónsson. Útgefendur: Smekkleysa SM ehf og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Smekkleysa sér um dreifinguna.