Skip to main content

Fréttir

Einu sinni átti ég gott - 1. verðlaun fyrir hönnun


Hönnunarverðlaun Félags íslenskra teiknara voru afhent í Hafnarhúsinu þann 16. febrúar.

Fyrstu verðlaun fyrir hönnun á bókakápum hlaut Sigrún Sigvaldadóttir fyrir: 'Einu sinni átti ég gott'.

Barnabókin 'Einu sinni átti ég gott' er ný vísnabók auk tveggja geisladiska með hljóðritun vísnanna.

Umsjón með útgáfu bókarinnar hafði Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Halldór Baldursson myndskreytti og um hljóðvinnslu sá Sigurður Rúnar Jónsson í Stemmu.

Upplýsingar um bókina má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar um hönnunarverðlaunin má fá á heimasíðu Félags íslenskra teiknara.