Í tilefni af aldarafmæli Steins Steinarr stendur Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Forlagið fyrir dagskrá um skáldið í Norræna húsinu laugardaginn 11. október kl. 14.00-16.30. Bókmenntafræðingarnir Dagný Kristjánsdóttir og Ingi Bogi Bogason, Hrafnhildur Schram listfræðingur og Jón Ólafsson tónlistarmaður fjalla um ljóð og lífsafstöðu Steins, samvinnu hans við íslenska myndlistarmenn og tónlist sem gerð hefur verið við kvæði hans. Þá mun Jón Egill Bergþórsson kvikmyndagerðarmaður sýna brot úr viðtölum þar sem samferðamenn Steins minnast kynna sinna við hann.