Mánudaginn 3. júní flytur Margaret Cormack prófessor erindi um dýrlinga og drauga, engla og álfa, breytingar á trú og viðhorfum Íslendinga frá miðöldum til nútímans. Í fyrirlestrinum, sem verður fluttur á íslensku, fjallar Margaret um frásagnir frá miðöldum. 17. og 19. öld verða bornar saman til að varpa ljósi á hugmyndir manna þessara alda um engla, púka, dýrlinga, vættir og galdur. Skoðað verður hvaða áhrif kenningar kirkjunnar höfðu á hugmyndir fólks og rit um slík fyrirbæri á hverri öld. Fyrirlesturinn, sem er á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi, verður í Árnagarði, stofu 201 og hefst kl. 16.
Margaret Cormack er prófessor í trúarbragðafræði við College of Charleston í Bandarikjunum og er gestafræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.