Skip to main content

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu: hátíðardagskrá í Gamla bíói

Hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytis og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem íslensk tunga verður í sviðsljósinu verður haldin 16. nóvember í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Húsið verður opnað kl. 15.00 en dagskrá hefst kl. 15.30.

Fjöldi listamanna á öllum aldri tekur þátt í að beina sjónum að íslenskri tungu. Meðal þeirra eru Jakob Birgisson uppistandari, tónlistarmennirnir GDRN, Auður og Hundur í óskilum og leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Hátíðardagskránni lýkur með því að Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

Í fordyri Gamla bíós verður hægt að kynna sér ýmis mannanna verk sem eru afsprengi skáldskapar eða sköpunar á íslensku.