Skip to main content

Fréttir

Bringubakki og Kögunarhóll eru meðal nýrra nafna á býlum

Ný nöfn á um fjörutíu býlum bárust örnefnanefnd á síðasta ári. Sum þeirra eru ný af nálinni, eins og Bringubakki, Fagrahorn, Hófgerði, Hrafnsholt og Kögunarhóll en önnur eru þekkt víða um sveitir, t.d. Hlíðarendi og Laufás. Á heimasíðunni er listi yfir nöfnin sem bárust nefndinni en hann er tekinn úr ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2008:

Áhugamönnum um bæjarnöfn á Íslandi er bent á gagnasafn stofnunarinnar, Bæjatal, en þar má kalla fram nöfn allra býla á landinu og fá upplýsingar um sveitarfélag og sýslu sem þau tilheyra:

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast skrifstofuhald fyrir örnefnanefnd.