Skip to main content

Fréttir

Bragi í samstarfi við skjala- og bókasöfn


Bragi – óðfræðivefur heilsar nú aukinn og tvíelfdur þar sem Vísnavefur Skagfirðinga hefur runnið saman við hann með öllum sínum lausavísnafjölda (sjá fellilistann: Safn) og er nú hýstur á sama veffangi. Á næstu mánuðum er gert ráð fyrir að fleiri söfn af landsbyggðinni bætist í hópinn. Söfn á vefnum eru aðskilin þannig að hægt verður að leita í hverju safni fyrir sig en einnig í þeim öllum saman. Eingöngu er nú gefinn kostur á að skrá lausavísur á vegum skjalasafna en fljótlega bætast þar við ljóð eins og í Braga. — Það er ávinningur allra sem að Braga standa að samvinna verði sem mest og best. Við innskráningu nýtast til dæmis bæði höfunda- og heimildaskrár öllum sameiginlega. Einnig mun samvinna þessara safna auðvelda rannsóknir á uppruna vísna og ljóða og öllum upplýsingum um þau. Gert er ráð fyrir að Bragi - óðfræðivefur á Árnastofnun verði eins konar móðurgrunnur enda hann umfangsmestur nema hvað varðar lausavísur.

Kristján Eiríksson er umsjónarmaður Braga – óðfræðivefs, Unnar Ingvarsson er umsjónarmaður Vísnavefs Skagfirðinga og Bjarki M. Karlsson sér um forritun og gagnagrunna.

http://bragi.arnastofnun.is/