Skip to main content

Fréttir

Bókmenntahátíð í Reykjavík

Auður Ava Ólafsdóttir. Ljósmyndari: Anton Brink.

 

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin 11.-15. september 2013. Hátíðin fer fram í Norræna húsinu, Iðnó, Hörpu og fleiri stöðum í borginni. Sautján höfundar frá sextán löndum hafa boðað komu sína og tíu íslenskir höfundar taka þátt. Einn þeirra er Auður Ava Ólafsdóttir en hún mun flytja Sigurðar Nordals fyrirlestur sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur árlega fyrir á fæðingardegi Sigurðar Nordals, 14. september. Afmælisfyrirlesturinn er að þessu sinni í samstarfi stofnunarinnar og Bókmenntahátíðar og verður hluti af hátíðinni. 

Nánari upplýsingar um Bókmenntahátíð Reykjavíkur má fá á vef hátíðarinnar:

Nánari upplýsingar um Sigurðar Nordals fyrirlestur Auðar Övu má fá á vefnum: