Skip to main content

Fréttir

Bókasala Stofnunar Árna Magnússonar 2.-3. febrúar 2016

Útsölubækur.

 

Í tilefni þess að 21. apríl næstkomandi verða liðin 45 ár frá því að fyrstu handritunum var skilað frá Danmörku hefur verið ákveðið á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að bjóða hina glæsilegu bók Góssið hans Árna á sérstöku tilboðsverði: 4.500 kr.

Þá hefur verið ákveðið að bjóða áhugasömum ýmsar eldri bækur á tilboðsverði. Þetta eru útgáfur stofnunarinnar, þ. á m. miðaldarímur, riddarasögur og fleiri textaútgáfur, afmælisrit, doktorsritgerðir, bréfasöfn, ráðstefnurit, orðasöfn og rit um handritafræði og íslenskt mál. Nokkur hefti tímarita stofnunarinnar eru einnig í boði, útgáfur á efni úr þjóðfræðisafni, póstkort og veggspjöld stofnunarinnar. Þá verður hægt að fá afmælisrit Mettusjóðs, tvö rit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, tímaritið Són og rit Rímnafélagsins á góðu verði. Margir titlar hafa bæst við listann frá síðustu útsölu, sem haldin var fyrir tveimur árum. Bókalistann í heild má sjá hér.

Verð á bókum er frá 200 krónum en algengt verð er 600 og 800 krónur. Á heimasíðu stofnunarinnar er hægt að fræðast nánar um flest ritin.

Starfsmaður stofnunarinnar verður í Árnagarði, framan við innganginn á stofnunina á 2. hæð, þriðjudaginn 2. febrúar og miðvikudaginn 3. febrúar frá kl. 11 til kl. 14. Þar verða bækur til sýnis og tekið verður við pöntunum.

Fyrstir koma, fyrstir fá! Þar sem mjög fá eintök eru til af sumum bókanna verða pantanir afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.