Skip to main content

Fréttir

Bókagleði vegna bóka sem komu út á árinu

bokakynning

Miðvikudaginn 11. desember var blásið til bókagleði í Bóksölu stúdenta til að kynna bækur sem komið hafa út á árinu hjá Árnastofnun og í samstarfi stofnunarinnar við aðra útgefendur.

AM 677 4° kom nýlega út hjá Árnastofnun. Haukur Þorgeirsson ritstjóri sagði frá ritinu. Útgáfuna annaðist Andrea de Leeuw van Weenen.

Skuggahliðin jólanna. Eva María Jónsdóttir og ungur aðstoðarmaður lásu gamlar sögur og fóru með kvæði um jólin. Efnið sem er að finna í þjóðfræðasafni Árnastofnunar kom út á bók hjá Bjarti í haust í samstarfi við Árnastofnun. Rósa Þorsteinsdóttir og Eva María Jónsdóttir önnuðust útgáfuna og Óskar Jónasson myndskreytti.

Eintal sálarinnar við sjálfa sig. Þórunn Sigurðardóttir las upp úr útgáfu sinni á þýðingu Arngríms Jónssonar lærða á texta Martins Molllers. Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands gaf út.

Orðasafn í líffærafræði. IV. Taugakerfið. Jóhann Heiðar Jóhannsson sagði frá þessu nýja íðorðasafni sem kom út hjá Árnastofnun.

Konungsbók eddukvæða. Vésteinn Ólason sagði frá útgáfu ritsins og efni sem bætist við verkið í formi rafrænna rannsóknargagna á nýju ári. Útgáfan er á vegum Árnastofnunar og Forlagsins. Í ritstjórn voru auk Vésteins Ólasonar, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Haraldur Bernharðsson.