Skip to main content

Fréttir

Bókagjöf

Bókagjöf úr dánarbúi Önnu Friðriksson. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Í vikunni barst stofnuninni bókagjöf frá þremur systkinum. Þau heita Breki Már, Hrefna Dís og Dana Lind Lúthersbörn. Bækurnar komu úr dánarbúi ömmu þeirra, Önnu Friðriksson, sem var stofnandi Hljóðfærahúss Reykjavíkur. Engin bókanna var til í íslensku bókasafni samkvæmt Gegni. Þær eru:

Josephus, Flavius. Flavii Iosephi Viri Inter Ivdaeos Clarissimi Opera omnia : quae extant ex Graecorum Codicum accurata collatione Latinè expressa; Opus in Tomos duos distributum . Genf : Stoer, 1611. 570, (13) s.   Bókin er í gömlu bandi, skinnklæddum tréspjöldum. Greina má stórt letur á kili og leifar af skrift innan á aftara spjaldi.

Neuhusius, Reinerus. Examen philologicum : In usum illustrium scholarum West-Frisiae.  Cui accessit Erotematum libellus in infantiam imperii Romani sub septem regibus. Amstelodami : Janssonius, 1654. 620, (16) s. Bókin er í bundin í tréspjöld með pergamentskápu. Saurblöð úr þýskri fræðibók.  Hún er með stimpli Jóns Þorkelssonar rektors.

Sue, Eugène.  Paris mysterier. 1847-1849. 2 b. (Fremmede belletriser. Udg. af Ludvig Jordan. 60. – 61. b.). Þýðing á Les mystéres du Paris (sem kom út á íslensku 1929-30 í 5 bindum undir titlinum Leyndardómar Parísarborgar og finnst á fjölmörgum íslenskum almenningsbókasöfnum).