Birna Bjarnadóttir flytur fyrirlestur um ljóðagerð Guðbergs Bergssonar í húsnæði Íslenska esperantósambandsins, Skólavörðustíg 6b, föstudaginn 25. apríl kl. 18. Kaffigjald er 500 kr.
Birna er dósent í íslenskum bókmenntum við Manitóba-háskóla í Kanada og hefur rannsakað fagurfræði í íslenskum nútímabókmenntum um árabil. Hún er nú í rannsóknarleyfi á Íslandi og dvelur í Reykjavík þangað til í maí.