Skip to main content

Fréttir

Beeke Stegmann tekur til starfa

Beeke Stegmann
Mynd: Sigurður Stefán Jónsson

Beeke Stegmann tók við starfi rannsóknarlektors á handritasviði stofnunarinnar 1. nóvember 2019. Áherslan í rannsóknum hennar hefur til þessa verið á texta handrita og fornbréfa. Fyrstu verkefni Beeke við stofnunina snúast um að útbúa stafræna, fræðilega útgáfu af Reykjabók Njálu (AM 468 4to). Hún mun auk þess rannsaka notkun rauðs bleks í íslenskum skinnhandritum frá 13. öld til 15. aldar. 

Beeke lauk doktorsprófi árið 2017 frá Kaupmannahafnarháskóla. Lokaritgerð hennar fjallar um breytingar sem Árni Magnússon gerði á pappírshandritum. 

Undanfarin misseri hefur Beeke gegnt stöðu nýdoktors við Árnasafn í Kaupmannahöfn. Þar rannsakaði hún meðal annars dönsk fornbréf frá Hróarskeldu og vann að rafrænni útgáfu þeirra.