Skip to main content

Fréttir

Bandrúnir í innsiglum – Sumarstarf á Árnastofnun 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum lýsir eftir háskólanema til að taka þátt í rannsókn á bandrúnum í íslenskum innsiglum frá 14. öld og síðar. Nemandinn mun hafa aðsetur á Árnastofnun og rýna þar í frumgögnin. Verkefnið verður unnið fyrir styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og miðast styrkurinn við þriggja mánaða vinnu í sumar. Markmiðið er að verkefninu ljúki með því að grein sé skrifuð og send til birtingar í fræðiriti. 

Verkefnastjóri verður Haukur Þorgeirsson rannsóknardósent. Meðleiðbeinandi er Guðrún Harðardóttir innsiglafræðingur. 

Umsækjendur skulu senda Hauki ferilskrá sína ásamt stuttu bréfi þar sem útskýrt er hvers vegna þeir hafi áhuga á verkefninu og hvers vegna þeir séu vel til þess fallnir að sinna því. Nemandi þarf að vera skipulagður og nákvæmur í vinnubrögðum en ekki er gert ráð fyrir neinni fyrri þekkingu á innsiglum. 

Umsóknarfrestur er til og með 4. maí. 

Netfang: haukur.thorgeirsson@arnastofnun.is