Skip to main content

Fréttir

Ávinningur þýðendaþings seint metinn í peningum


Alþjóðlegt þýðendaþing á Íslandi var haldið 23. - 26. apríl s.l. Í skýrslu um þingið kemur fram að þýðendur hafi kvatt landið með sól í hjarta, stútfullir af hugmyndum um nýjar þýðingar. Betri sendiherra Íslands á erlendri grund sé vart hægt að hugsa sér og markaðslegur ávinningur þess að fá þá hingað til lands verði seint metinn í peningum. Að þinginu stóðu Sagenhaftes Island, Bókmenntasjóður, Félag íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandið, Háskólasetur H.Í. á Höfn, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.