Skip to main content

Fréttir

Auglýsing um starf á skrifstofu

Árnagarður.

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir starf á skrifstofu stofnunarinnar laust til umsóknar. Um er að ræða 50% starf ótímabundið. Starfið felur í sér símsvörun, aðstoð við bókhald og almenn skrifstofustörf.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Stúdentspróf er skilyrði. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslensku máli. Kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli er nauðsynleg.
Sjálfstæði í vinnubrögðum og nákvæmni er mikilvæg.
Hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu er mikilvæg.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, svo og nöfn, símanúmer og netföng tveggja umsagnaraðila.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SFR.

Umsóknir skulu berast  til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 15. september 2014 eða á rafrænu formi á netfangið kari@hi.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Við ráðningar í störf hjá Árnastofnun er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Ýmsar upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðunni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Kaaber, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs (s. 525 4010, kari@hi.is).