Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir starf deildarstjóra á alþjóðasviði stofnunarinnar laust til umsóknar. Um er að ræða 50% starf ótímabundið. Ráðið verður frá 15. september 2015.
Alþjóðasvið stofnunarinnar vinnur að því að efla rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu og auka tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna. Deildarstjóranum er ætlað að vinna að verkefnum sviðsins á hverjum tíma.
Umsækjendur skulu hafa háskólapróf á fræðasviðum stofnunarinnar og reynslu af alþjóðlegu samstarfi. Staðgóð þekking á tölvunotkun, m.a. heimasíðugerð er áskilin, og kunnátta í ensku og einu skandinavísku máli.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, svo og nöfn, símanúmer og netföng tveggja umsagnaraðila.
Umsóknir skulu berast til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík.